Fimmtudagur 28. júlí 2011.
Samsýning 43 félaga í Félagi Frístundamálara í Tjarnarsalnum í
Ráðhúsi Reykjavíkur, opnar laugardaginn 30. júlí kl. 14:00. Hvet
ég alla til að mæta enda mjög fjölbreytt og litrík sýning
:).
Léttar veitingar verða í boði á opnuninni, en sýningin mun
standa til 14. ágúst.
Fimmtudagur 16. júní 2011.
Ég hef verið að taka
þátt í samsýningum á netinu í vor, þema maí mánaðar var
“Flower Power”.

Framundan er svo samsýning Frístundamálara í Ráðhúsi Reykjavíkur
dagana 30 júlí-14 ágúst. Þar verðum við líklega um 30 manns
sem sýna saman.
Svo má hér sjá nokkrar myndir í vinnsluferlinu:
   
Mánudagur 30.
maí 2011.
Ég var loksins að uppfæra
heimasíðuna á öllum tungumálum. Ég er búin að setja inn flest
allar myndir 2010 ásamt því að útbúa nýja síðu fyrir 2011. Ég
á enn eftir að taka ljósmyndir af nokkrum málverkum sem ég mun
gera á næstunni og setja hér inn. Einnig setti ég inn síðuna
acryl þar sem myndirnar í þeim flokki voru orðnar þónokkrar. Ég
er líka búin að bæta inn í uppskriftamyndirnar, en ég á enn
eftir að setja inn nokkrar þar. Flestar eru í einkaeign. Til
stendur líka að skipta út gestabókinni ef ég get til að losna við
auglýsingarnar sem fylgja þeirri gestabók sem ég hef verið með.
Samsýning nemenda Myndlistarskóla Kópavogs var svo haldin dagana 7-9
maí, hér er mitt framlag:

Þriðjudagur 19. apríl 2011.
Ég hélt áfram hjá Söru Vilbergs í Myndlistarskóla Kópavogs
núna á vorönninni. Hér má sjá nokkrar myndir í vinnslu, flestar
þeirra eru komnar inn á síðuna fullbúnar á 2011 síðunni en
einhverjar á ég eftir að mynda og setja inn.
    
Á síðasta degi fórum við yfir afrakstur annarinnar, hér
er minn afrakstur í heild:

Mánudagur 14. mars 2011.
Samsýningin "Íslendingurinn og hafið" opnaði þann 11.
febrúar, á Safnanótt og stóð til 6. mars í Sjóminjasafni
Íslands og var á vegum Félags Frístundamálara. Hér er ég ásamt
fjölskyldu fyrir framan mitt framlag til sýningarinnar.

Fimmtudagur 16. desember 2010.
Ég hef verið í Myndlistarskóla Kópavogs frá því í september
hjá Söru Vilbergs í olíumálun. Virkilega gaman í tímum hjá
henni og hefur hún verið að ýta mér út í fjölbreyttari
litanotkun.
Hér má sjá þrjár myndanna í vinnslu:
 
Mánudagur 30. ágúst 2010.
Nú stendur yfir samsýning í Ráðhúsi Reykjavíkur enn á ný, að
þessu sinni erum við 4 saman, ég sjálf; Elín Björk
Guðbrandsdóttir, Guðný Svava Strandberg, Katrín Níelsdóttir og
Zordis. Sýningin opnaði s.l. laugardag, 28. ágúst og stendur til
12. september.
 
Hér til vinstri er ég að setja upp litlu uppskriftamyndirnar sem
ég hef verið að mála á árinu. Til hægri má sjá hluta af
stærri verkunum uppkomin.
 
Ásamt fjölskyldu fyrir framan hluta minna mynda á sýningunni.
Þess má einnig geta að ég var með sýningu sem stóð í 2 vikur
á Café Sofá í Algorfa á Spáni frá 10-24 júlí.
Sunnudagur 28. mars 2010.
Ég er búin að bæta við myndum máluðum árið 2009 eftir
langt hlé frá uppfærslu síðunnar, en barnauppeldi hefur enn á
ný átt hug minn allan. Ég hef ekki málað neitt að ráði í
langan tíma en er aðeins að komast af stað á ný.
Ég hef verið að spreyta mig á blandaðri tækni, bæði með
akrýl og olíu.
Framundan er samsýning í lok ágúst í Ráðhúsi Reykjavíkur,
sami hópur og árið 2008. Nánari dagsetningar koma síðar......
Miðvikudagur 5. nóvember 2008.
Ég var að setja upp nýja síðu fyrir málverk 2007-2008 og setti inn
nokkrar þeirra mynda sem ég hef verið að mála á þessum tíma. Fleiri
myndir koma síðar. Einnig setti ég inn einn engil frá árinu 2007.
Fimmtudagur 4. september 2008.
Samsýningin "Gegnsæi" opnaði þann 30. ágúst í Ráðhúsi Reykjavíkur og
eru sýningaraðilar ég sjálf; Elín Björk Guðbrandsdóttir, Guðný Svava
Strandberg, Katrín Níelsdóttir, Katrín Snæhólm og Zordís.

Í bakgrunninum má sjá glitta í 3 af mínum myndum, en að auki er ég með
7 litlar myndir, og eru allar olía á striga.
Sýningin stendur til 14 september.
Ég mun svo í framhaldinu setja inn nýjar myndir hér á heimasíðuna, en
hvet alla til að kíkja í Ráðhúsið og sjá myndirnar með eigin augum.
Vertu velkomin/n!
Laugardagur 16. ágúst 2008.
Eitt og hálft ár er liðið og er síðan mín er óbreytt sökum anna. Ég
flutti landa á milli, er komin aftur á fósturjörðina. Ég er nýlega
farin að mála aftur og á döfinni er samsýningin "Gegnsæi" með
fjórum merkum konum, þeim Guðnýju Svövu Strandberg, Katrínu Snæhólm,
Katrínu Níelsdóttur og Zórdísi. Sýningin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur
og stendur frá 30 ágúst til 14 september.
Laugardagur 14. apríl 2007.
Eins og sjá má er ég búin að vera að breyta síðunni minni, enn
sem komið er bara á íslensku en ég mun smám saman vinna mig í
gegn um öll tungumálin, en vegna umfangs mun það eflaust taka mig
smá tíma. Ég hef einnig verið að mála og vinna með pastel, og
er ég búin að setja inn 2 nýjar pastelmyndir. Einn engill mun
líka von bráðar sjá dagsins ljós, en 2007 málverkasíðan fær
að bíða örlítið til viðbótar.
Laugardagur 27. janúar 2007.
Gleðilegt ár!
Ég var loksins að bæta inn á síðuna mína, setti inn 4
olíumyndir frá 2006 og 2 nýja engla að auki.
"Media Naranja" er enn í vinnslu og lítur núna svona út:

Svo set ég hér að gamni vinnsluferlið á öðrum englinum sem ég
var að setja inn á síðuna í dag:
  
Mánudagur 25. desember 2006.
Gleðileg jól!
Sunnudagur 3. desember 2006.
Desember brostinn á og nokkrir nýir englar búnir að líta
dagsins ljós. Að auki er ég með nokkrar stórar myndir í vinnslu
og byrjaði ég á þeirri nýjustu (fyrri myndin hér að neðan) í gær og
kalla ég hana "Media naranja" (appelsínuhelmingar), en
hér á Spáni segir að sálufélagar okkar, eða "hálfu
appelsínur" geti verið margir....

Seinni myndin hér að ofan er búin að vera lengi í vinnslu og kallast
"Hreinsun".
Fimmtudagur 7. september 2006.
Ég er búin að skipta síðunni upp og setja litlu englana
mína á sér síðu ásamt því að bæta inn nokkrum nýjum myndum
sem ég hef klárað á árinu.
Ég heimsótti fósturjörðina núna í ágúst og fékk þar betri
ljósmyndir af ýmsum eldri myndum í einkaeign og að auki
ljósmyndir af fleiri eldri myndum sem ekki voru inni á síðunni
áður.
Ég svo auðvitað tók með mér nokkrar myndir til Íslands sem
hanga nú uppi til sýnis á skrifstofu í Reykjavík.
Föstudagur 14. júlí 2006.
Ákvað að smella fram nokkrum til viðbótar í
vinnsluferlinu, þrjár þeirra eru nú þegar kláraðar en önnur
mynd frá vinstri sem er 100x100 cm, er enn í vinnslu, ásamt þeirri
síðustu í röðinni sem ég byrjaði á núna í kvöld og er sú
50x50 cm.
Ég hef verið að hugsa að skipta síðunni minni aftur upp þar sem
myndirnar eru orðnar æði margar og var ég að hugsa um að setja
litlu englana mína sér og mun ég væntanlega hefja það verkefni
á næstu dögum ef tíminn leyfir.
    
Sunnudagur 11. júní 2006.
Ég hef verið mjög upptekin við að mála undanfarið, hér
eru nokkrar myndir í vinnslu:
    
Sunnudagur 28. maí 2006.
Hér er enn ein myndin í vinnslu:

Sunnudagur 21. maí 2006.
Ég er núna á enn einu "bláa" tímabilinu mínu,
en í gegn um tíðina hef ég tekið reglubundið tímabil þar sem
ég mála mest bláar myndir. Ég hef reyndar ekki birt nema hluta
þeirra mynda sem ég hef verið að vinna með síðustu mánuði, en
megnið af myndunum eru einmitt; bláar! Hér er ein í vinnslu:

Fimmtudagur 20. apríl 2006.
Svo mikið að gera - of lítill tími..... 5 nýjar á síðunni og
nokkrar í vinnslu, nokkrar tilbúnar en ekki á síðunni, fullt í
gangi...
....og svo endilega....-skrifið í gestabókina!
Sunnudagur 5. mars 2006.
Ég er búin að setja inn nokkrar nýjar myndir og er að auki að
vinna að þónokkrum myndum til viðbótar, þeirra á meðal þessar hér:
 
Miðvikudagur 15. febrúar 2006.
Ég hef engar myndir sett hér inn lengi, enda hef ég verið upptekin
við að mála myndir sem ég stefni á að sýna fyrst í sumar. Ein
ný mynd komin hér inn samt sem áður og smávegis uppstokkun á
olíumálverkunum, þar sem mér
fannst komnar heldur margar myndir inn á eina síðu.
Að lokum er hér mynd sem ég byrjaði á í vikunni sem leið.
  
Laugardagur 14. janúar 2006.
Margar nýjar myndir komnar inn á síðuna, hef verið
þónokkuð afkastamikil það sem af er ársins. Nýjasta myndin kom
inn í dag og heitir hún "Engi hamingjunnar", er hún 81 x
100 cm, og læt ég hér fylgja nokkrar myndir af myndinni í vinnslu.
  
Sunnudagur 1. janúar 2006.
Nýtt ár og fyrstu myndir ársins komnar inn á síðuna og
eru það Dans 1 og Dans 2, tilbúnar að lokum :) Gleðilegt ár!
Mánudagur 26. desember 2005.
Ég er búin að breyta og bæta síðuna, mér dugði ekki
að gera bara "Skissur", heldur setti ég líka inn
"Pastel", "Vatnsliti" og "Annað", en
þar eru þær myndir sem falla ekki undir hina flokkana. Að auki hef
ég málað einhverjar olíumyndir sem ég hef sett inn á síðuna.
Dans 1 og Dans 2 eru enn í vinnslu, en svona líta þær út í dag:
 
Fimmtudagur 8. desember 2005.
Ég setti til gamans inn nýjan lið með því orginal nafni:
"Skissur" þar sem ég setti inn gamlar blýants og pastel
skissur sem ég fann hjá mér. Þar mun ég framvegis setja inn þær
skissur sem ekki eiga heima undir liðnum "Myndir". Líklega
mun ég einnig að búa til lið sem heitir "Pastel" eða
álíka fyrir pastelmyndirnar mínar, en það mun tíminn leiða í
ljós.....
Að auki er ég búin með enn eina mynd sem er nú
þegar komin inn á síðuna.
Sunnudagur 4. desember 2005.
Jæja, þá er heimasíðan tilbúin á öllum tungumálum, nema ég
reki augun í eitthvað sem mig langar til að bæta...sem ég geri
eflaust.....
Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í vikunni sem leið, þar af ein
frá 1994, komin út í horn, en hinar eru nýjar. Nýjustu myndunum
bætti ég við neðst á myndasíðunni.
Ég er með nokkrar myndir í vinnslu, sumar hef ég verið að vinna
í síðan í vor, en ég byrjaði á tveimur í vikunni, "Dans 1
og 2" en ég er einungis búin að grunna þær.
 Olía
á striga, en það á nú eftir að koma í ljós hvernig þær
verða fyrir rest. Það hefur nú oft sýnt sig að það sem lagt
var af stað með í upphafi er gjörólíkt útkomunni, hugmyndir
breytast sem og litaval. Það verður spennandi að sjá hvað
verður úr þessum......
Sunnudagur 20. nóvember 2005.
Hér á þessari síðu hef ég hugsað mér að vera með
reglubundinn pistil um þau verk sem ég er að vinna að, bæði
kláruð og ókláruð, ásamt öðru sem mér dettur í hug.
Í augnablikinu er stærsta verkefnið mitt að klára þessa
heimasíðu svo ég geti einbeitt mér að því að mála. Það
hefur tekið sinn tíma að læra heimasíðugerðarlistina en nú
held ég að íslenska síðan sé að nálgast það að verða
tilbúin þó enn sé smá snurfus eftir.
Með því að koma þessari síðu í loftið er ég að lifa
draumana mína, að deila myndunum mínum með fleirum, og vona ég
að þið njótið vel :)
|